Vaskir menn í þökulagningu
Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á Akureyrarvelli, heimavelli KA, núna í sumar. Þetta er loksins allt að smella, stúkan að verða
klár og þökulagning í kringum völlin hafin. Nú er nánast búið að þekja gömlu hlaupabrautina, síðan verður
þökulagt sunnan við völlinn á næstunni. Það er síðan von manna að hægt verði að færa völlinn seinna meir aðeins
sunnar á nýtt gras og sömuleiðis aðeins vestar, nær stúkunni. Það mun bæði bæta aðstæður til knattspyrnuiðkunar og
einnig yfirlit yfir völlinn úr stúkunni.
Gaman er að geta þess að þetta er eini "Football stadium" á Akureyri, en aðrir fótboltavellir hér í bæ eru hluti af fjölnota
íþróttasvæði. Rétt er að gleðjast yfir því að KA sé loksins komið með sinn heimavöll! Þegar undirritaðan
bar að garði í gær voru vaskir menn á fullu við að þökuleggja austan meigin við völlinn. Hér eru nokkrar myndir.

Gömul vinnutækni sem menn lærðu hjá Akureyrarbæ rifjuð upp - "Að liggja frammá skóflurnar"... :-)