Hinn ungi fyrirliði okkar manna, Almarr Ormarsson, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leiknum gegn Víking
R.
Dómurinn frá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ var birtur í dag og þar kemur þetta fram en þetta er það

sama og Sandor markmaður lenti í
fyrrasumar þegar hann var rekinn af velli gegn Fjarðabyggð.
Almarr var sendur í sturtu á 70. mínútu eftir að hafa verið að kljást við Þórhall Hinriksson á kantinum þegar boltinn var
ekki í leik og virtist sem Almarr hafi slegið til hans, nálægt línuverðinum sem tók þá ákvörðun að reka hann
útaf.
Almarr verður þá ekki með gegn Selfoss á föstudaginn og svo viku seinna þegar Haukar koma í heimsókn. Hann hefur fengið eitt rautt spjald
síðustu tvö sumur svo við skulum vona að hann sé bara búinn með kvótann að þessu sinni.
Dómur aga- og úrskurðarnefndar á vef KSÍ
Myndir: Almarr brást illur við brottvísuninni.