Eins og við greindum frá fyrr í dag hafa KA og Fram komist að samkomulagi um sölu og kaup á hinum unga fyrirliða KA-manna, Almarri Ormarssyni, og hefur hann
þegar skrifað undir samning við úrvalsdeildarliðið. Við tókum Almarr tali og spurðum hann út í félagaskiptin, afrek föður
síns og framtíð KA-liðsins og fleira.
Almarr hefur alla tíð leikið með KA en hann hóf að leika með meistaraflokki

árið 2005 þegar hann var enn í öðrum flokki og
því er þetta augljóslega skref í rétta átt fyrir hann sem leikmann, að fara úr fyrstu deildinni upp í Landsbankadeildina.
,,Mér líst bara mjög vel á þetta, annars væri ég auðvitað ekki að þessu," sagði Almarr en
hann er fullur sjálfstrausts og ætlar sér að komast í byrjunarliðið hjá Fram.
,,Ég tel mig eiga möguleika á byrjunarliðssæti, ég náttúrulega þarf að berjast miklu frekar fyrir
því þarna heldur en ég hefði þurft að gera hér og það er bara skemmtileg áskorun fyrir mig."
Eins og kom fram í fréttinni um kaupin er faðir hans, Ormarr Örlygsson, í miklum metum hjá Reykjavíkurliðinu en hann varð
tvívegis Íslandsmeis

tari og einnig
tvívegis bikarmeistari með félaginu en Framliðið var mjög sterkt á þeim tíma. Tengsl Almars við klúbbinn eru samt ekki upptalin,
Þorvaldur nokkur Örlygsson sem KA-menn ættu að kannast við er við stjórnvölinn hjá félaginu en hann er föðurbróðir
Almars.
,,Pabbi er náttúrulega mjög mikils metinn hjá félaginu og ég hef þegar fengið að finna fyrir því.
Ég veit ekki hvort að það setji einhverja auka pressu á mig en þeim gekk náttúrulega mjög vel þarna á þessum árum,
ég veit ekki hvort það hafi verið pabba að þakka en ég vonast til að ég geti staðið undir þessum væntingum. Það er
fínt að fá smá pressu og skemmtilegt að standa undir væntingum."
,,Það hefur að sjálfsögðu eitthvað að segja að ég geng til liðs við Fram að Toddi sé þar en ég veit að hann myndi
aldrei fá mig nema hann hefði trú á mér sem leikmanni. Hann myndi aldrei fá mig bara vegna þess að ég sé skyldur honum en vissulega
hefur hann fylgst meira með mér en aðrir þjálfarar og þekkir mig því betur sem leikmann."
Almarr þarf nú að kveðja sitt uppeldisfélag en hann hefur leikið 5

4 leiki fyrir meistaraflokkinn og skorað í þeim átta mörk auk
fjölda leikja fyrir yngri flokka félagsins.
,,Það er auðvitað mjög erfitt að þurfa að kveðja strákana og
félagið. Mér finnst ekkert gaman að þurfa að fara frá KA en þetta er bara skref sem ég ákvað að taka uppávið."
KA-liðið situr nú í sjötta sæti fyrstu deildarinnar með sextán stig eftir þrettán leiki en sumarið í fyrra var
afleitt þegar KA lenti í næstneðsta sæti með nítján stig og einungis breytingar á mótafyrirkomulagi björguðu liðinu
frá falli. Almarr telur allt vera á leið í rétta átt.
,,Sumarið hefur gengið svona misvel, höfum auðvitað spilað fínan bolta en úrslitin mættu vera betri. Við höfum
oft á tíðum verið miklir klaufar að klára ekki leikina en ég vildi auðvitað vera ofar í deildinni en engu að síðar eru miklar
framfarir hjá félaginu á milli ára," sagði Almarr en hann segir framtíðina bjarta.
,,Framtíðin er
björt, fullt af efnilegum gaurum að koma upp, kominn toppþjálfari og ég held að það sé allt að fara að gerast hjá þessu
félagi."
Almarr er mjög fjölhæfur leikmaður og leikið ýmsar stöður á vellinum en mestmegnis í stöðu framherja í sumar en
í landsliðinu var hann hægri

bakvörður.
,,Ætli ég sé ekki hvað bestur á miðjunni og á kantinum, ég
hugsa að það séu svona þær stöður sem ég á eftir að spila í framtíðinni, vonandi miðjumaður þegar
líður á, mér finnst það skemmtilegast. Ég get spilað þar sem ég er beðinn að spila og reyni að leysa það eins vel og
ég get, sama hvort það er í vörn eða sókn."
,,Ég vil bara þakka félaginu, leikmönnum, stuðningsmönnum og öllum sem koma að félaginu kærlega fyrir öll árin. Ég á
KA mikið að þakka, toppfélag og ég mun klárlega fylgjast vel með þeim og sakna félagsins mjög mikið og ég óska þeim
góðs gengis í komandi framtíð," sagði Almarr að lokum.