Andri Fannar Stefánsson hefur ákveðið að segja skilið við KA nú í haust en samningur hans er útrunninn. Andri hefur leikið með KA
frá barnæsku, á að baki 66 leiki með mfl. í deild og bikar og skorað hann 11 mörk í þessum leikjum. Einnig hefur hann verið
vel liðinn þjálfari hjá yngri flokkum KA, ásamt því sem hann hefur haldið vel utan um heimasíðu knattspyrnudeildar.
Andra verður því sárt saknað í okkar röðum.
KA þakkar honum fyrir samveruna og óskar honum auðvitað góðs gengis á nýjum slóðum, og hver veit nema hann eigi aftur eftir að
prýða gulu og bláu peysuna aftur þó síðar verði.
,,Þetta var erfið ákvörðun enda hef ég nánast átt heima í KA-heimilinu síðan ég kom þar
á minu fyrstu æfingu um fimm ára gamall. KA er frábært félag og margt frábært fólk þar svo ég vona að stjórnin og
þjálfari nái á komandi árum að byggja upp öflugt lið sem getur gert atlögu að úrvalsdeildarsæti,” sagði
Andri í stuttu samtali við heimasíðuna en hann hyggst spila í Pepsi-deildinni á næsta ári.
Einnig má segja frá því í lokin að auðvitað hefur www.ka-sport.is/fotbolti tryggt sér með þessu einn skrifara um útileiki okkar
á næsta keppnistímabili.