Andri Fannar maður leiksins og umferðarinnar

Á öllum heimaleikjum sumarsins mun sérstök dómnefnd vera að störfum og að leik loknum velja mann leiksins. Sá sem verður fyrir valinu fær að launum út að borða á veitingastaðnum Strikinu.

Í leiknum gegn Þór valdi umrædd dómnefnd Andra Fannar mann leiksins og mun hann því fá gjafabréf á Strikið.

Andri var einnig valinn leikmaður umferðarinnar á Fótbolta.net eftir leikinn og er tengill á það neðar í fréttinni.

Næsti heimaleikur er gegn Fjarðabyggð á föstudaginn kemur og vonandi halda KA-menn áfram í þeim leik þar sem frá var horfið í síðasta heimaleik!

Sjá viðtal við Andra á Fotbolta.net en þar má einnig sjá myndbrot af markinu hans gegn Þór

Mynd: Andri eftir leikinn.