Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson hafa verið valdir í æfingahóp hjá U19 ára landsliði Íslands og æfir hópurinn
tvívegis um helgina.
Báðir voru þeir hluti af öðrum flokknum í sumar sem endaði í sjöunda sæti A-deildar en þeir léku einnig báðir mikð
með meistaraflokknum í sumar. Haukur lék 21 leik en Andri sextán.
Þjálfari liðsins er Kristinn Rúnar Jónsson og æfa þeir í Kórnum og í Egilshöll en Andri á að baki tíu landsleiki
og Haukur tvo.