Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson hafa verið valdir í æfingahóp hjá U19 ára landsliðinu sem æfir um helgina en
þjálfari liðsins er Kristinn Rúnar Jónsson.
Æft verður tvívegis um helgina - í Kórnum og Egilshöll en þeir æfðu einnig með sama hópi fyrir hálfum mánuði
síðan.
Strákarnir eiga báðir landsleiki að baki, Andri með U17 og U18 en Haukur með U18.