Andri Júlíusson til KA á láni (Staðfest)

Í dag fékkst það staðfest að sóknarmaðurinn Andri Júlíusson sem er á mála hjá ÍA mun koma á láni til KA út leiktímabilið en Andra hefur gengið illa að festa sig í sessi hjá Landsbankadeildarliðinu í sumar.

Andri á að baki 63 leiki með Skagamönnum og í þeim hefur hann skorað níu mörk en hann er 23 ára. Þá hefur hann leikið tvo U21-árs landsleiki.

,,Hann er ekki fastamaður í liðinu og við erum í raun með nóg af framherjum í liðinu. Við hefðum verið til í að halda honum en hans vegna var þetta besta lausnin, að fá að spila og öðlast reynslu," sagði Bjarki Bergmann Gunnlaugsson þjálfari ÍA við Fótbolta.net í dag.

Hér hjá KA hittir hann Skagamanninn Arnar Má Guðjónsson og svo má ekki gleyma því að hann var með Dínó í hóp Skagamanna áður en Dínó kom norður.

Við bjóðum Andra velkominn til liðsins.

Mynd: Andri fagnar í leik með Skagamönnum.