Andri og Haukur æfa með U19

Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson hafa verið valdir í æfingahóp U19 ára landsliðsins á æfingar sem fram fara um helgina fyrir sunnan.

Báðir voru þeir í byrjunarliði meistaraflokks í fyrsta leiknum í Soccerademótinu gegn Völsung þar sem liðið fór með 3-0 sigur af hólmi og þá léku þeir einnig með öðrum flokki gegn aðalliði Þórs um sl. helgi.

Þjálfari liðsins er Kristinn Rúnar Jónsson en liðið leikur æfingaleik á laugardaginn í Kórnum og síðan er æfing á sunnudeginum í Egilshöll.