Andri og Haukur aftur á ferðinni með U-19

Haukur og Andri verða á ferðinni í byrjun Október
Haukur og Andri verða á ferðinni í byrjun Október
Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson hafa aftur verið kallaðir í verkefni með U-19 landsliðinu, en í þetta sinn ferðast landsliðið alla leið til Bosníu og dvelja þar dagana 7. - 12. október, En ferðinn er liður í undankeppni EM, og mun liðið etja kappi við heimamenn í Bosníu, Norður Íra og Búlgaríu.

Andri Fannar Stefánsson er 18 ára miðjumaður uppalinn hjá KA, en í gegnum tíðina hefur Andri til að mynda farið á reynslu til Liverpool og Blackburn. Hann á að baki alls 12 leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað í þeim 1 mark, en það kom í síðustu för hans með U-19 í byrjun september.

Haukur Heiðar Hauksson er 18 ára varnarmaður og einnig uppalinn hjá KA, Hakur var á dögunum útnefndur leikmaður ársins og einnig "Móði" ársins en það er félagar í Vinum Móða sem afhenda þau verðlaun. Haukur var að auki valinn efnilegasti leikmaður KA á síðustu leiktíð. En Haukur á að baki 4 leiki með yngri landsliðum Íslands.