Andri og Haukur með U19 - Ómar með U17

Þrír leikmenn frá KA hafa verið boðaðir á landsliðsæfingar um helgina. Andri Fannar og Haukur Heiðar æfa með U19 og Ómar Friðriksson æfir með U17.

Allir æfa þeir í Kórnum á laugardeginum og í Egilshöll á sunnudeginum en þó á mismunandi tíma.

Þjálfari U19 er Kristinn Rúnar Jónsson en Gunnar Guðmundsson stýrir U17 ára liðinu.