Andri og Haukur stóðu sig vel í Tékklandi

U18 ára landslið Íslands hefur lokið keppni á æfingamóti í Tékklandi sem fram fór í síðustu viku. Eins og kunnugt er voru tveir KA-menn í hópnum, þeir Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson og stóðu þeir sig með prýði ytra.

Haukur Heiðar var að spila sína fyrstu landsleiki en Andri Fannar á að baki sjö U17 ára landsleiki. Þeir hafa báðir komið mikið við sögu hjá meistaraflokknum í sumar, Andri hefur leikið tólf leiki en Haukur sextán og þar á milli hafa þeir spilað nokkra leiki með öðrum flokknum.

Þeir urðu báðir Íslandsmeistarar í fyrra með þriðja flokknum og var Andri Fannar valinn besti leikmaður flokksins það sumarið.

Í fyrsta leiknum úti gegn gestgjöfum Tékklands voru bæði Andri og Haukur í byrjunarliðinu. Haukur í hægri bakverði en Andri á miðjunni. Þeim leik lauk með 2-0 sigri Tékka en Andri var valinn besti maður íslenska liðsins í þeim leik.

Næst var leikið gegn Norðmönnum og tapaðist sá leikur naumlega 2-1. Andri Fannar og Haukur Heiðar voru aftur í byrjunarliðinu í þeim leik en íslenska liðið leiddi 1-0 í hálfleik.

Svo var lokaleikurinn gegn Ungverjum. Sá leikur endaði 0-0 með Andra Fannar í byrjunarliðinu en Haukur Heiðar sat á bekknum allan leikinn. Þetta var síðasti leikur liðsins þar sem það komst ekki upp úr riðlinum.

Andri og Haukur misstu af sigurleiknum gegn Leikni í Breiðholti en koma aftur inn í hópinn fyrir grannaslaginn á morgun gegn Þór

 - Aksentije Milisic