Anna Rakel Pétursdóttir, Harpa Jóhannsdóttir og Saga Líf Sigurðardóttir hafa verið valdar í U17 lið Íslands sem tekur þátt í undirbúningsmóti UEFA í Belfast 13.-16. apríl.
Úlfar Hinriksson valdi 18 leikmenn úr 11 félögum og gaman er að segja að KA ásamt Breiðablik á flesta fulltrúa í hópnum. Einnig er ánægjulegt að þær Andrea Mist og Karen Sif voru valdar frá Þór og á því Þór/KA fimm leikmenn í hópnum.
Leikir Íslands:
13. apríl Wales
14. apríl N-Írland
16. apríl Færeyjar