Anna Rakel og Sandra María í A-landsliðið

Anna Rakel Pétursdóttir
Anna Rakel Pétursdóttir

Anna Rakel Pétursdóttir og Sandra María Jessen eru báðar í A-landsliðshóp Íslands sem mætir Færeyjum í undankeppni HM á Laugardalsvelli 18. september.

Anna Rakel er eini nýliðin í hópnum og hafði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari þetta að segja um Rakel: ,,Hún er efnileg og hefur staðið sig gríðarlega vel með Þór/KA. Einnig hefur hún staðið sig gríðarlega vel með U19 ára landsliðinu og þjálfararnir þar eru ánægðir með hana innan vallar sem utan."

Sandra María hefur leikið 19 landsleiki og skorað í þeim sex mörk. Sandra María var í leikmannahóp Íslands á EM og kom hún við sögu í síðasta leik liðsins gegn Austurríki. 

Óskum þeim til hamingju með valið og í leiðinni góðs gengis!