Á mánudaginn var Akureyrarslagur af bestu gerð í öðrum flokk karla á Akureyrarvellinum en leikurinn var einnig áhugaverður fyrir þær
sakir að bæði lið eru að berjast í neðri hluta A-deildar og vantar sárnauðsynlega stig.
Þór 1 - 4 KA
0-1 Orri Gústafsson ('3)
0-2 Arnór Egill Hallsson ('34)
0-3 Arnór Egill Hallsson ('41)
1-3 Jóhann Helgi Hannesson ('42)
1-4 Steinn Gunnarsson ('74)
Steinþór
Magnús Bi. - Sigurjón - Kristinn - Magnús Blö.
Andri F.
Haukur Hei. - Davíð R. - Steinn G. - Arnór E.
Orri G.
KA-menn byrjuðu af krafti og skoraði Orri Gústafsson strax á þriðju mínútu. Eftir það lágu KA-menn frekar til baka og notfærðu
sér skyndisóknir sem Þórsurunum gekk erfiðlega að ráða við. Arnór Egill náði svo að bæta við

tveimur mörkum á stuttum kafla og staðan orðin 3-0.
Þórsararnir náðu að klóra í bakkann áður en gengið var til búningsherbergja í hálfleik og staðan því
1-3. Síðari hálfleikur var rólegur og héldu KA-menn einfaldlega fengnum hlut en hefðu þó hæglega getað bætt við fleiri
mörkum. Steinn Gunnarsson bætti að vísu við fjórða markinu á 74. mínútu og þannig enduðu leikar.
Næstu leikir hjá strákunum eru um helgina, gegn KR og Stjörnunni fyrir sunnan en báðir eru þeir geysilega mikilvægir svo hægt verði að
tryggja sæti í A-deild á næsta ári og vonandi er að strákarnir haldi á sömu braut, enda komnir með tvo sigurleiki í
röð.
Staðan í deildinni
Mynd: Arnór Egill skoraði tvö gegn erkifjendunum.