Annar flokkurinn lék sinn fyrsta alvöruleik undir stjórn Eggerts nýráðins þjálfara í gærkvöldi gegn meistaraflokki KS/Leifturs en
þeir voru þó ekki með alla sína sterkustu menn.
KA 1 - 0 KS/Leiftur
1-0 Númi Stefánsson
Byrjunarlið:
Steinþór
Magnús Birkir - Sigurjón - Aðalbjörn - Davíð J.
Hinrik - Kristinn - Haukur Hinriks. - Steinn
Andri Fannar
Númi
Nokkra menn vantaði í KA-liðið en Magnús Blöndal, Arnór Egill, Orri og Haukur Heiðar eru allir frá vegna
meiðsla en þeir þrír fyrrnefndu voru hluti af öðrum flokknum í fyrra og var Magnús fyrirliði.

Eina mark leiksins skoraði framherjinn Númi Stefánsson en hann kláraði af stuttu færi eftir sendingu frá Steina af vinstri kantinum. KA-strákarnir
voru þegar á heildina er litið sterkari í fyrri hálfleiknum en þess ber þó að geta að KS/Leiftursmenn misnotuðu vítaspyrnu
í stöðunni 1-0.
KA hefðu getað bætt við mörkum í fyrri hálfleiknum en tvö góð skot frá Steina fóru forgörðum, dauðafæri
hjá Hinriki og svo mætti telja áfram. Síðari hálfleikurinn var ekki eins góður og sá fyrri en KA-liðið féll heldur aftarlega
á völlinn og gekk erfiðlega að halda boltanum innan liðsins.
Sigur er þó alltaf sigur og var þetta í fyrsta sinn sem allir strákarnir léku saman, þ.e.a.s. þeir sem voru heilir, áður hefur
flokkurinn ekki teflt fram þetta sterku liði.
Leika átti seinnipartinn í dag gegn Magna en því miður verður sá leikur að bíða betri tíma þar sem Boginn er upptekinn vegna
leiks í Lengjubikarnum.
Fyrsti leikur A-liðsins í A-deildinni í sumar er gegn Íslandsmeisturum Fylkis á KA-vellinum fimmtudaginn 22. maí og hjá B-liðinu í
B-liðakeppninni gegn ÍR-ingum á KA-vellinum á laugardeginum 24. maí. Það er því ekki nema rúmur mánuður í fyrstu leiki
hjá strákunum og verður gaman að sjá hvernig liðið kemur undan vetri en vonandi ná þeir að skapa sömu stemningu í kringum leikina og
var í fyrra.
Mynd: Strákarnir fagna innilega ásamt stuðningsmannahópnum Vinum Sagga eftir sigur í bikarleik gegn FH í fyrra.