Annar fundur um vallarmál

Á mánudaginn klukkan 20.00 í KA-heimilinu verður annar fundur um framtíðarskipulag á KA svæðinu hvað vallarmál varðar.
Eins og við auglýstum var samskonar fundur seinasta mánudag og þóttist hann takast með ágætum. Gífurlega mikilvægt er að tekin verði rétt ákvörðun hvernig KA-svæðið eigi að vera og því hefur verið boðað til annars fundar.

Vonandi mæta flestir á mánudaginn, tala ekki um ef þið hafið eitthvað til málanna að leggja. Þýðir ekkert að segja eftir fimm ár að EF við hefðum gert þetta eða hitt þá væri eitthvað betra, nú er tíminn til að segja sína skoðun.