Árgangamót knattspyrnudeildar KA

Knattspyrnudeild KA hefur ákveðið að halda árgangamót í fótbolta föstudaginn 19. sept. í tengslum við lokahóf deildarinnar sem fram fer á Hótel KEA kvöldið eftir.

Stefnt er að byrja mótið kl. 17:00 föstudaginn 19. september og mun mótið klárast síðan um kvöldið með tilheyrandi upphitun fyrir laugardaginn.

Leikið verður á San Siro vellinum á KA-svæðinu. Reglurnar á mótinu eru fengar að láni frá Þrótturum og munu fimm vera inn á í einu, þar af einn markvörður. Frjálsar skiptingar og leiktími 1*12 mínútur.

Nú þegar hafa tvö lið boðað komu sína. Skráning er því enn opin og því um að gera að taka takkaskóna úr “hillunni” og hringja í nokkra gamla KA félaga og búa til lið. Það er gefið leyfi á það að menn sameini árganga til að ná í lið gangi illa að safna í einstakan árgang.

Þátttökugjald á mótinu er aðeins það að þeir sem ætla að keppa mæti á lokahóf knattspyrnudeildar KA á laugardeginum þar sem kokkarnir á Hótel KEA munu sjá um að elda ofan í mannskapinn og Stórhljómsveitin Skriðjöklar kemur saman og mun spila fyrir dansi. Þorvaldur Makan fyrrverandi fyrirliði KA verður veislustjóri og hugsanlega kemur óvæntur heiðursgestur.

Aðgangur að lokahófinu, ballinu og mótinu er aðeins 4.900 kr.
Einnig verður hægt að kaupa sig inn á ballið eftir kl 23.00 kr 1.800.

Vilji lið skrá sig eða séu einhverjar spurningar þá skal hafa samband við Gunnar Þóri, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar KA, í síma 867-6818 eða á netfanginu gunni@ka-sport.is.

ÁFRAM K.A.