Arnar í baráttunni
Miðvallarleikmaðurinn og fyrirliði KA síðasta sumar, Arnar Már Guðjónsson, er farinn aftur til uppeldisfélags síns á Skaganum en
þetta var staðfest bæði á vefsíðu Skagamanna og fótbolta.net
Arnar lék alla leiki liðsins í sumar og skoraði í þeim tvö mörk. Hann kom til liðsins haustið 2007 þegar Dínó tók
við liðinu og lék Arnar strax stórt hlutverk á miðjunni og svo fór að eftir sumarið 2008 var hann valinn bestur á lokahófi
deildarinnar.
Arnar segir að honum hafi líkað vel á Akureyri en það séu aðallega fjölskylduástæður ásamt því að vilja koma
sínu uppeldisfélagi í fremstu röð sem hafi kallað hann heim á Skagann.