Hinn feykiöflugi miðjumaður okkar manna, Arnar Már Guðjónsson, fékk á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í gær eins leiks
bann fyrir sex gul spjöld í sumar.
Arnar Már fékk sitt sjötta gula spjald í sumar í leiknum á föstudaginn gegn Stjörnunni fyrir

afar litlar sakir og skv. reglum fara leikmenn í bann þegar þeir
eru komnir með sex gul spjöld og Arnar Már missir þ.a.l. af lokaleik tímabilsins gegn Víkingum frá Ólafsvík á laugardaginn hér
heima.
Þetta hljóta að þykja slæm tíðindi þar sem Arnar hefur verið einn af sterkustu mönnum liðsins í sumar en hann er markahæsti
leikmaður liðsins í sumar - með fimm mörk.
Hann á eitt ár eftir af samning sínum við félagið en hann kom hingað síðasta vetur eftir að hafa alist upp á Skaganum.
Mynd: Arnar Már með boltann í leiknum á föstudaginn en hann bar fyrirliðabandið í fjarveru Elmars Dans.