Árni Arnar Sæmundsson leikmaður þriðja flokks karla hefur verið valinn á úrtaksæfingar fyrir U17 ára landslið karla.
Árni lék með þriðja flokki í sumar eins og áður segir í A-deild en liðið átti því

miður í miklu basli í sumar og endaði með
því að það féll niður um deild eftir að hafa lent í neðsta sæti A-deildar. Liðið á þó möguleika á
titli en þeir eru komnir í úrslit í bikarkeppni norðurlands en þar mæta þeir Tindastól.
Alls valdi Lúka Kostic þjálfari liðsins 31 strák til æfinga en næsta verkefni hjá þessu U17 ára landsliði Íslands er
undankeppni EM 2009 sem fer fram hér á landi síðar í þessum mánuði en þar eru Íslendingar í riðli með Noregi, Sviss og
Úkraínu.
Æft verður á laugardeginum og sunnudeginum, bæði skiptin kl. 10:00 og fara æfingarnar fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ.
Við vonum að sjálfsögðu að Árni nái að festa sig í sessi í þessum hóp með því að sýna sitt
rétta andlit um helgina.
Mynd: Árni með boltann í leik á KA-vellinum í sumar.