Arnór Egill semur til þriggja ára

Arnór Egill Hallsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við KA. Arnór var að klára sitt síðasta tímabil í 2. flokk nú í sumar en hann spilar venjulega sem framherji eða framliggjandi vængmaður.

Arnór var á dögunum valinn leikmaður ársins hjá 2. flokk en Arnór var einnig markahæstur í flokknum sem endaði í sjöunda sæti A-deildar Íslandsmótsins.

Arnór hefur spilað einn landsleik fyrir Íslands hönd með U18 ára landsliðinu árið 2006.

,,Stjórn knattspyrnudeildar KA er ánægð með að Arnór Egill hafi samið aftur við KA og er það von okkar að Arnór eigi eftir að stimpla sig rækilega inn í meistaraflokkinn á næstu árum. Arnór er hæfileikaríkur og vonandi tekst honum að nýta þá hæfileika og verða mikilvægur leikmaður fyrir KA í framtíðinni," sagði Gunnar Þórir Björnsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar K.A.