Í morgun mættu vel á þriðja hundrað krakkar í KA-heimilið fullir tilhlökkunar til þess að taka þátt í Arsenalskólanum í knattspyrnu, en þetta er annað árið í röð sem slíkur knattspyrnuskóli er starfræktur á KA-svæðinu.
Krakkarnir eru í fimmta, fjórða og þriðja aldursflokki og koma alls staðar að af landinu til þess að læra allt það nýjasta
í knattspyrnufræðunum.
Sex þjálfarar frá knattspyrnuakademíu Arsenal mættu til leiks til þess að þjálfa krakkana og auk þess er fjöldi
aðstoðarþjálfara frá Akureyri og víðar sem leggur þeim lið.
Vegna mjög erfiðra vallaraðstæðna á KA-svæðinu þurfti að grípa til þess ráðs að skipta hópnum á
þrjá staði - einn hópurinn er á KA-svæðinu, annar á Akureyrarvelli og sá þriðji í Boganum. Æft er á morgnana og
síðan aftur síðdegis, en hádegismatur er fram borinn fyrir alla þátttakendur í Lundarskóla. Arsenalskólinn leigði
strætó til þess að ferja hópana á milli KA-svæðisins og annars vegar Akureyrarvallar og hins vegar Bogans. Æft verður alla þessa viku,
en skólanum lýkur á þjóðhátíðardaginn 17. júní.