Arsenalskólinn: Salan hefst laugardaginn 3. desember í KA-heimilinu og Hamri

Sala á gjafabréfum í Arsenalskólann sem verður haldinn dagana 20.-24. júní 2012 á Akureyri hefst laugardaginn 3. desember kl. 10.00. Hægt verður að kaupa gjafabréfin í KA-heimilinu, í Hamri, félagsheimili Þórs og á netinu - www.ka.fun.is/arsenal  
Engar pantanir verða afgreiddar fyrirfram en aðrar fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið yngriflokkarad@gmail.com.

Arsenalskólinn sl. sumar tókst frábærlega þó svo að aðstæður hefðu mátt vera betri vegna langvarandi kuldatíðar sl. vor. En hvorki þjálfararnir né krakkarnir létu það á sig fá og höfðu stór orð um hversu lærdómsríkur og skemmtilegur skólinn hefði verið. Ummæli Jay, yfirþjálfara, um Arsenalskólann, sem koma fram í frétt hér á síðunni, segja líka meira en mörg orð.

Arsenalskólinn er fyrir krakka - stráka og stelpur - sem eru fæddir 2001, 2000, 1999, 1998, 1997 og 1996 - þ.e. í 5., 4. og 3. aldursflokki.

Verð í skólann er kr. 19.900. Innifalið er m.a. 20 klukkustunda kennsla hjá frábærum þjálfurum og heit máltíð í hádeginu alla dagana.

Fólk er hvatt til þess að geyma ekki að tryggja sætin í Arsenalskólanum. Takmarkaður fjöldi þátttakenda.