Ársmiðar til sölu!!

Stuðningsmönnum KA í knattspyrnu er bent á að nú stendur yfir sala ársmiða á heimaleiki KA í sumar. Við hvetjum sanna stuðningsmenn að fá sér ársmiða á völlinn í sumar og tryggja sér um leið kaffi og meðlæti í hálfleik. Miðana er hægt panta með því að hringja í Óskar Þór, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar, í síma 773 3009 eða senda póst á oskar@ka-sport.is Við skorum á stuðningsmenn KA að sýna stuðning sinn í verki og tryggja sér ársmiða. Minnum á að fyrsti heimaleikurinn er nk. föstudag, 25. maí, þegar við tökum á móti Víkingi R, sem spekingarnir spá að tryggi sér úrvalsdeildarsæti á nýjan leik með því að verða annað hvort í 1. eða 2. sæti 1. deildar í haust.