Atli Sveinn, fyrirliði KA, framlengdi samning sinn við KA í dag og þarf ekki að fara mörgum orðum um hve mikill styrkur það er fyrir KA að fá að njóta krafta Atla næsta sumar. Atli er reynslumesti leikmaður okkar og búinn að vera fyrirliði síðustu ár og því eru það miklar gleðifréttir að Atli ætlar að taka slaginn með okkur næsta sumar.