Átta KA-ungmenni í úrtök

Jóhann og Aci fagna hér marki Jóhanns.
Jóhann og Aci fagna hér marki Jóhanns.
Fjórir piltar fara suður á úrtaksæfingar um helgina og fjórar stúlkur fara á úrtaksæfingar í Boganum miðvikudaginn 12. janúar. 


Aksentije Milisic, Jóhann Örn Sigurjónsson og Stefán Hafsteinsson fara allir á U19 úrtaksæfingar undir stjórn Kristins Rúnars Jónssonar þjálfara U19 ára landsliðs Íslands. Líkt og síðast er það bara FH sem á fleiri drengi í úrtaki fyrir þennan aldur.

Ævar Ingi Jóhannesson fer á U17 úrtaksæfingar undir stjórn Gunnars Guðmundssonar þjálfar U17 ára landsliðs Íslands.

Fjóla Björk Kristinsdóttir, Júlíana Mist Jóhannsdóttir, Rut Matthíasdóttir og Sólveig María Þórðardóttir fara á úrtaksæfingu ætlaðar stelpum fæddum 1996 á Norðurlandi. Þorlákur Árnason landsliðsþjálfari U17 ára kvennalandsliðs Íslands mun stjórna þessari æfingu. Eins og áður segir fer sú æfing fram í Boganum miðvikudaginn 12. janúar.