Bæði KA-liðin spila í Hleðslumótinu um helgina

Bæði KA1 og KA2 spila í Hleðslumótinu í Boganum um helgina. KA1 mætir KF á morgun, laugardag, kl. 17.30 og KA2 mætir Völsungum á sunnudag kl. 17.15. Þetta eru síðustu leikir liðanna í riðlakeppni Hleðslumótsins. KA1 er með fullt hús stiga í sínum riðli en KA2 eru án stiga. KA-menn eru hvattir til að fjölmenna í Bogann og styðja við bakið á strákunum.