Meistaraflokkur tapaði úrslitaleiknum 1-0 gegn Þór og 2. flokkur sá ekki til sólar í 6-1 tapi gegn Völsungum í leik um 5. sætið.
Soccerademótið - Úrslitakeppni
Þór 1 -0 KA
1-0 Einar Sigþórsson ('11)
Sandor
Haukur Hei. - Norbert - Sigurjón - Sveinbjörn
Túfa
Steinn G. - Guðmundur Ó. - Arnar M. (F) - Hjalti M.
Dean M.
Varamenn: Haukur Hinriksson, Jakob Hafsteinsson, Ingi Freyr Hilmarsson(Hjalti Már, 65. mín), Steinþór Már Auðunsson (M),
Andri Fannar Stefánsson(Túfa, 46. mín), Árni Arnar Sæmundsson, Arnór Egill Hallsson(Steinn, 88. mín).
Með sigri í þessum leik hefði liðið getað tryggt sér sigur í Soccerademótinu þriðja árið í röð en sú
varð raunin ekki, því miður.
Liðið byrjaði leikinn afleitlega og voru Þórsarar einfaldlega sterkari aðilinn nánast allan fyrri hálfleikinn þó að KA hafi aðeins
náð að rétta úr kútnum undir lok hálfleiksins.
Síðari hálfleikurinn var mun betri af hálfu KA-manna og fengu þeir nokkur hálffæri sem þeir náðu þó ekki að nýta
sér í hag og 1-0 sigur erkifjendanna staðreynd.
Völsungur 6 - 1 KA2
Mark KA: Ívar Guðlaugur Ívarsson
Steinþór
Pálmar - Elís Orri - Haukur Hin. - Arnar L.
Garðar
Jakob - Ómar F. - Árni A. - Ívar G.
Númi
Varamenn: Jón Heiðar Magnússon, Kristján Sindri Gunnarsson, Arnór Jónsson, Eiður Eiðsson, Konráð
Gunnar Gottliebsson.
Liðið lék eins og meistaraflokkurinn langt undir eðlilegri getu gegn Völsung en með sigri hefði liðið getað tryggt sér fimmta sætið
í mótinu. Það var nýliði á miðjunni hjá KA, Ómar Friðriksson sem hefur leikið með Þór síðastliðin
ár en er þó uppalinn í KA. Hann er í æfingahóp U17 ára landsliðs Íslands og verður vafalaust góður lisstyrkur fyrir 2.
og 3. flokk.
Eins og úrslitin gefa til kynna voru Völsungar einfaldlega með yfirhöndina allan tímann en eina mark KA skoraði Ívar Guðlaugur Ívarsson eftir
sendingu frá Núma Stefánssyni.
Strákarnir hans Ögga lenda því í 6. sæti mótsins en þetta er í fyrsta sinn sem 2. flokkur tefli fram liði í þessu
móti.