Varnarjaxlinn Baldvin Ólafsson hefur verið sendur á láni út tímabilið til Magna á Grenivík en hann hefur ekki náð að komast
í lið KA-manna.
Baldvin kom til landsins í vor en hann stundar nám við skóla í Bandaríkjunum þar sem hann spilar einnig fótbolta og þarf hann að fara
út áður en tímabilið hér klárast.
Eins og áður segir hefur Baldvini gengið illa að festa sig í sessi í KA-liðinu og var því talið að um bestu lausnina fyrir alla aðila
væri að ræða. Vonandi er að Baldvin nái að sýna sitt rétta andlit í annarri deildinni þar sem Magnamenn eru á góðri
siglingu.