Í kvöld fer fram nágrannaslagur á Akureyrarvellinum og er stefnt að því að hafa beina lýsingu frá leiknum hér á
vefsíðunni. Allir sem eru fyrir norðan eiga þó ekki að sitja fyrir framan tölvuskjáinn og fylgjast með leiknum - þeir eiga að mæta
í þessu frábæra veðri á völlinn og styðja sitt lið!
Beina lýsingin mun koma inn sem frétt á síðuna þegar leikurinn hefst og er þá það eina sem þarf að gera að smella á Refresh/Reload
(F5) takkann í vefskoðaranum til að sjá nýjustu uppfærslu.
Mynd: Akureyrarvöllurinn er klár undir stórleik dagsins.
Það hefur verið vandamál með netið á Akureyrarvellinum en vonandi mun það haldast út leikinn.
Byrjunarlið KA er eftirfarandi:
Sandor
Haukur Heiðar - Norbert - Sandor F. - Hjalti
Deano - Arnar Már - Túfa - Andri Fannar - Steinn G.
David Disztl
Varamenn: Steinþór, Þórður Arnar, Sissi, Magnús Blöndal og Orri.
Byrjunarlið Þórs er eftirfarandi:
Atli Már
Gísli Páll - Lárus Orri - Óðinn Á. - Ármann
Þorsteinn - Matthías - Atli
Sveinn Elías - Hreinn H. - Ottó Hólm
Varamenn: Sveinn Leó, Sigurður Marínó, Trausti Örn, Jóhann Helgi og Víkingur
Dómarar leiksins eru:
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Aðstoðardómari 1: Jóhann Gunnar Guðmundsson
Aðstoðardómari 2: Þórður Már Gylfason
Eftirlitsdómari: Grétar Guðmundsson
Vinir Sagga og Mjölnismenn láta vel í sér heyra fyrir leik.
1. Leikurinn er byrjaður, KA hefur leikinn.
7. Þórsarar eiga horn sem Sandor slær í burtu. Leikurinn hefst annars rólega.
12. Hreinn á skot að marki KA sem fer hátt yfir.
18. David Disztl á sendingu fyrir markið sem misheppnast.
19. MARK. Andri Fannar Stefánsson skorar stórglæsilegt mark fyrir utan teig. Boltinn er skallaður út úr teignum og Andri
Fannar tekur boltann á lofti og smellhittir hann, stöngin inn, óverjandi fyrir Atla í marki Þórs. Glæsilegra mark verður seint skorað á
Akureyrarvellinum. 1-0 Fyrir KA.
20. Vinir Sagga eiga keppni stuðningsmannaliðanna í augnablikinu. Hvar eru Mjölnismenn?
25. Fátt hefur gerst síðan KA komst yfir. Þórsarar þó ívið meira með boltann.
26. Arnar Már frekar en Andri Fannar fékk gult spjald fyrir tæklingu á miðjum vellinum
29. David Disztl fær gult spjald fyrir tæklingu á miðjum vellinum.
30. Þorsteinn skýtur framhjá marki KA manna.
35. Leikurinn er rólegur. Matthías fékk þó spjald hjá Þórsurum.
38. KA fær horn. Deano tekur spyrnuna sem er skölluð út, Deano fær annan séns og á góða sendingu fyrir þar sem Haukur Heiðar nær
til knattarins en skýtur boltanum yfir. Gott tækifæri fór þar til spillis.
41. Atli vinnur boltann á miðjunni fyrir Þór, kemur boltanum á Hrein sem sækir í átt að vörninni og á góða sendingu
innfyrir vörnina þar sem Sveinn Elías á skot rétt framhjá. Fín sókn hjá Þórsurum.
44. Ármann fær gult spjald hjá Þór. Aðstoðardómarinn kallaði á dómarann og benti honum á eitthvað
45. Staðan í hálfleik er 1-0 fyrir KA í jöfnum leik.
-----
46. Þórsarar hefja leikinn, engar sjáanlegar breytingar hjá hvoru liði.
49. Ottó Hólm á skot yfir eftir fína sókn hjá Þór.
53. KA fær horn, Deano tekur það stutt og fær boltann aftur og á sendingu fyrir markið og David Disztl á ágætan skalla sem Atli ver.
56. Þór á horn, Lárus Orri á fast skot að marki sem Sandor ver meistaralega, boltinn fer aftur út í teig og Þórsarar fá
síðan annað horn. KA menn koma boltanum síðan í burtu eftir seinna hornið.
59. Lárus Orri fær spjald fyrir brot á David Disztl og tuð í kjölfarið.
60. Steinn Gunnarsson á góðan sprett upp vinstri kantinn og sendir fyrir og boltinn berst til Deano sem á slakt skot framhjá. Deano hefði mátt gera betur
þarna.
61. Þórsarar gera skiptingu, inná kemur Jóhann Helgi og Óðinn Árna fer út af. Við þessa skiptingu fer Þorsteinn í
miðvörðinn og Jóhann Helgi verður framar á vellinum.
65. Sandor F. á aukaspyrnu rétt fyrir framan miðju, Arnar Már nær boltanum og á skot með vinstri sem fer í varnarmann og Atli nær til
boltans.
66. David fær langa sendingu en á lélegt skot að marki Þórs.
67. Haukur Heiðar á góðan sprett upp hægri kantinn og á góða sendingu fyrir markið en enginn nær til boltans. KA menn eru sterkari aðilinn
í augnablikinu.
69. MARK. Deano tekur aukaspyrnu frá vinstri kanti, Þórsarar ná ekki að hreinsa boltanum í burtu og Norbert er fyrstur að átta sig og klippir boltann glæsilega í markið. 2-0 fyrir KA.
72. Þórsarar gera skiptingu. Matthías fer út af fyrir Sigurð Marinó.
74. Þór á horn sem fer beint yfir mark KA.
76. Þór gerir sína þriðju skiptingu. Sveinn Elías fer út af fyrir Víking Pálmason.
83. Steinn Gunnarsson á flottan sprett og stingur varnarmann Þórs af, einn á móti Atla í markinu ákveður Steinn að reyna að
þvæla Atla og kemst framhjá honum en stígur á boltann og Atli nær til hans. Flottur sprettur hjá Steina.
84. Skipting hjá KA, David Disztl fer út af í staðinn fyrir Orra Gústafsson.
84. KA er með öll völd á vellinum í augnablikinu og Þórsarar ekki líklegir til að skora.
90. Sigurður Marinó fær gult spjald fyrir brot.
93. Deano fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Ekkert kemur úr henni.
94. Leik lokið með 2-0 sigri KA manna. Glæsilegt.
Dómnefnd valdi Andra Fannar sem KA mann leiksins í kvöld.