Fasteignir Akureyrarbæjar hafa nú þegar staðfest pöntun á sætum í stúkuna og koma þau til Akureyrar innan fárra vikna. Þess er vænst að sætin verði komin þegar KA spilar fyrsta heimaleikinn í 1. deildinni seinnipartinn í maí, en það á eftir að koma í ljós hvort það tekst.
Nokkrir kraftmiklir sjálfboðaliðar úr röðum KA lögðu fram sína krafta í dag og fjarlægðu helming bekkjanna úr stúku Akureyrarvallar. Verkinu verður fram haldið á morgun, föstudag.