Bingó – kaffihlaðborð

Næstkomandi sunnudag, 26. október, verður yngriflokkastarf KA í knattspyrnu með bingó og kaffihlaðborð í sal Brekkuskóla.
Bingóið hefst stundvíslega kl. 14. Að lokinni fyrri umferð bingósins verður gert hlé fyrir kaffihlaðborðið og síðan verður seinni umferðin spiluð.

Við hvetjum alla iðkendur í knattspyrnunni hjá KA og forráðamenn þeirra að fjölmenna á sunnudaginn og eiga skemmtilegan dag saman. Í fyrra var vel mætt og mikið fjör og vonandi verður ekki síður gaman í ár!