Unglingalandsliðsmennirnir Bjarki Þór Viðarsson og Ívar Sigurbjörnsson eru búnir að skrifa undir þriggja ára samning.
Bjarki Þór Viðarsson er fæddur 1997 verður því sautján ára á árinu. Bjarki Þór á að baki sjö landsleiki með U17 sem hann spilaði síðasta haust og núna í vor. Hann getur leikið flestar stöður á vellinum en er líklegt að við munum sjá hann mest í bakverðinum í sumar. Hann spilaði vinstri bakvörður í fyrri hálfleik gegn HK og á miðjunni í seinni hálfleik og stóð hann sig mjög vel í báðum leikstöðunum.
Ívar Sigurbjörnsson er fæddur 1996 og verður því átján ára á árinu. Ívar á að baki þrjá landsleiki með U18 sem hann spilaði síðsta sumar. Hans bestu leikstöður eru bakvarðastöðurnar og kantarnir.
Tveir efnilegir piltar sem verður gaman með að fylgjast með á næstu árum.