Bjarni Jó: Ég heyrði um daginn að Lárus Orri ætlaði að syngja með okkur í bikarleiknum á móti HK

KA menn hafa verið að dala aðeins í síðustu leikjum en það þýðir ekki að stuðningurinn hætti. Vinir Sagga fara vonandi að koma sterkir inn í næstu leikjum og styðja liðið til sigurs í mikilvægum leikjum. Þeir setja oft skemmtilegan og gulan svip á stúkuna í sérhönnuðum bolum fyrir meðlimi.

Sumarið 2007 byrjuðu þeir að mæta á leiki annars flokks og styðja þá með trommum og látum.  Undir lok sumars voru þeir farnir að styðja við bakið á meistaraflokknum og var fólk mjög ánægt með það. Síðan þá hafa þeir samið marga söngva um leikmenn KA liðsins og liðið sjálft.

Við heyrðum í Bjarna Jónassyni, varaformanni Saggana og spurðum hann aðeins út í starfsemina og sumarið.

Jæja Bjarni, hver eru markmið ykkar fyrir sumarið? ,, Markmið okkar eru mestmegnis þau sömu og síðastliðin ár, við ætlum okkur að standa með okkar liði sama hvað tautar og raular. Einnig ætlum við okkur að reyna að fjölga meðlimum, sem hefur gengið brösulega síðustu ár. En fyrst og fremst ætlum við að hafa gaman af lífinu í sumar og hvetja okkar lið til dáða.“

,,Við höfum ekki náð að styðja liðið mikið það sem af er þessu tímabili sökum gríðarlegra anna helstu manna, en við ætlum okkur að koma sterkir inn í næstu tvo leiki á móti HK,“ sagði Bjarni um stuðninginn í síðustu leikjum.

Margir hafa örugglega pælt í því hvað maður þyrfti að gera til að ganga til liðs við Saggana. Bjarni sagði það vera einfalt.,, Það er eins og við höfum verið að reyna að koma á framfæri undanfarin ár, þá mega að sjálfsögðu allir ganga til liðs við okkur, sama hvort þeir eru hvítir eða svartir, stórir eða litlir eða hvað sem er. Það hefur verið almennur misskilningur og einfaldlega fyrra af hálfu KA-manna að það séu einhver inntökuskilyrði til að mega vera með okkur. Það er alrangt. Við þiggjum aðstoð frá öllum og það eru allir hjartanlega velkomnir að koma og syngja með okkur. Ég heyrði um daginn að Lárus Orri ætlaði að syngja með okkur í bikarleiknum á móti HK, en það er þó ekki staðfest“

,,Það er alltaf eitthvað í suðupottinum hjá okkur varðandi það. Það er aldrei að vita nema einhverjur kímnar vísur verði samdar fyrir komandi leiki,“ sagði Bjarni aðspurður um það hvort nýjir söngvar væru væntanlegir.

,,Þessi svokallaði kjarni okkar samanstendur af ca. 10 manns, en þegar best lét síðastliðið sumar vorum við allt upp í 40-50 manns sem er náttúrulega stórglæsilegt. En við höfum verið svekktir með það hversu fáir hafa gengið til liðs við okkur til að vera með okkur á hverjum Einasta leik, en ekki bara stóru leikjunum, t.a.m. KA-Þór.“

,,Enga Dalsbraut, áfram KA, go downtown, have ten pints, áfram KA og allir á völlinn næsta miðvikudag sem og laugardag,“ bætti hinn hressi Bjarni við.