Boris Lumbana í búningi sænska úrvalsdeildarfélagsins Örebro.
Sænski varnarmaðurinn Boris Lumbana hefur gengið til liðs við KA og er hann væntanlegur til landsins í dag og mun verða í æfingabúðum
með KA-liðinu um helgina.
Boris Lumbana, sem er miðvörður en hefur einnig spilað á miðjunni hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Örebro, er fæddur 1991. Hann
spilaði nokkra leiki með aðalliðinu á undirbúningstímabilinu.
Lumbana kom á reynslu til KA fyrir páska og í kjölfarið var gengið frá samningi við hann og Örebro um að hann komi til KA á láni
út komandi keppnistímabil.