Búið að draga í bikarnum - KA-menn mæta úrvalsdeildarliði Breiðabliks

Í hádeginu í dag var dregið í 32-liða úrslit VISA-bikars karla í höfuðstöðvum KSÍ en í pottinum voru þau tuttugu lið, þ.á.m. KA, sem höfðu komist áfram úr fyrstu og annarri umferðinni en nú bættust úrvalsdeildarliðin í pottinn.

KA-menn drógust gegn úrvalsdeildarliði Breiðabliks á útivelli og verður það ærið verkefni fyrir strákana að fara á Kópavogsvöll og vinna. 

Liðin mættust í 16-liða úrslitumVISA-bikarsins fyrir tveimur árum og þar fóru KA-menn með sigur af hólmi á Akureyrarvellinum, 3-2, þar sem Sveinn Elías skoraði tvö mörk og Sigurður Skúli eitt. Þess má geta að Bjarna Jóhannsyni þáverandi þjálfara Kópavogsmanna var sagt upp störfum hjá Blikum eftir leikinn en hann stýrir nú fyrstu deildarliði Stjörnunnar.

,,Það er bara fínt að fá Blikana,skemmtilegt og vel spilandi lið. Það verður gaman að fá að takast á við þá. Ég hefði reyndar alveg þegið það að fá heimaleik, það hefði verið skemmtilegra," sagði Steingrímur Örn Eiðsson aðstoðarþjálfari KA-manna þegar hann heyrði að KA hefði dregist gegn Blikunum.

Dínó var fullur sjálfstrausts fyrir leikinn. ,,Þetta verður erfiður leikur, en þetta eru ellefu menn á móti ellefu og það er allt hægt með réttu hugarfari," sagði Dínó í samtali við Vikudag.

Drátturinn í heild sinni: (Allir leikir 19:15)
miðvikudagurinn 18. júní -
Víðir - Þróttur Vogum
Þróttur R. - Fylkir
Grindavík - Höttur
Reynir S. - Sindri
KR - KB
Haukar - Berserkir
ÍBV - Leiknir Reykjavík
Víkingur R. - Grótta

fimmtudagurinn 19. júní -
Þór - Valur
Breiðablik - KA
Keflavík - Stjarnan
Fjölnir - KFS
Fram - Hvöt
Hamar - Selfoss
Fjarðabyggð - FH

föstudagurinn 20. júní -
HK - ÍA