Carsten Pedersen í KA

Carsten og Bjarni við undirskriftina í dag.
Carsten og Bjarni við undirskriftina í dag.
Danski framherjinn Carsten Pedersen skrifaði nú síðdegis undir samning við KA út komandi tímabil.


Carsten er 23 ára danskur framherji og er því annar daninn sem skrifar undir hjá KA á þessu ári en Mads Rosenberg gerði líkt og Carsten samning út tímabilið í janúar síðastliðinum. 

Hann mætti í lok febrúar til reynslu og lék meðal annars æfingaleik gegn Dalvík/Reyni þar sem hann kom boltanum tvívegis í netið og þótti sína lipra takta.

Um er að ræða spennandi leikmann sem kemur til með að fylla skarð David Disztl sem lék stöðu framherja á síðasta tímabili. Carsten lék síðast í dönsku 2.deildinni með Rishoj en áður hafði hann spilað með Avedore og Stenlose í heimalandinu.

Carsten er síðasta púslið í KA liðið fyrir tímabilið, nema eitthvað óvænt muni koma uppá, og er því leikmannahópurinn fullskipaður og það tæpum tveimur mánuðum fyrir fyrsta leik.

“Hann er duglegur strákur og harður af sér, algjör dugnaðarforkur og vonandi skilar hann sér oft inní teig. Þetta er svona góður target center eins og maður segir” Sagði Bjarni Jó við undirskriftina og hélt áfram

“Þessi er strákur sem hefur staðið sig vel með þeim liðum sem hann hefur spilað í danmörku. Hann lítur vel út og hefur fína hæfileika og vonandi getum við bara gert hann að betri leikmanni”

 “Að fá hann styrkir náttúrulega fyrst og fremst sóknarlínuna okkar en framherjarnir okkar hafa verið talsvert meiddir það sem af er og því veitir ekki af að hafa vaska sveit í því þegar kemur fram á sumarið og þetta er frábær viðbót við það sem við höfum”

Síðstu ár hefur okkur KA menn vantað svolítið hreinræktaðan markaskorara sem getur skorað 10-15 mörk á tímabili og gert gæfu muninn. Bjarni er sannfærður um að Carsten sé leikmaður sem mun bæði skora mörk og hjálpa öðrum að skora mörk.

“Hef trú á að þetta sé slíkur leikmaður sem getur skorað fullt af mörkum og ég hef á tilfinningunni að leikmenn sem komi til með að spila í kringum hann muni skora fleiri mörk”