Carsten Pedersen: Vonandi næ ég að skora mörg mörk í sumar

Carsten Pedersen í búningi KA
Carsten Pedersen í búningi KA
Eins og kom fram í síðustu frétt skrifaði daninn Carsten Pedersen undir samning við félagið, út komandi tímabil, í KA-heimilinu nú síðdegis. Carsten kveðst spenntur fyrir verkefninu framundan og vill vinna deildina.

“Ég er mjög ánægður að vera kominn hingað og að skrifa undir samning við KA er frábært. Vonandi get ég skorað mörg mörk í sumar og gert mitt í að hjálpa liðinu að vinna deildina og í heildina er ég bara mjög spenntur fyrir sumrinu” Sagði Carsten eftir undirskrifina í dag. 

“Mér líkar mjög vel við leikmeninna og þjálfarana og allir hjálpuðu mér mikið fyrstu vikunna hérna svo ég er mjög glaður”

“Það gæti tekið smá tíma að aðlagast og kynnast hópnum betur, kannski mánuð en það hjálpar mikið að hafa annan danskan leikmann hérna (Mads Rosenberg) og hann mun hjálpa mér mikið að aðlagast”