Dagur 2 hófst á ögn eðlilegri máta en dagur 1, við fallegan fuglasöng og sólbjarma vöknuðum við með bros á vör og héldum í morgunmat klukkan 8 að staðartíma (7 á íslandi). Flestir voru þó nokkuð þreytulegir að sjá eftir erfiði dagsins á undan.
Morgunverðar hlaðborðið eitt og sér er efni í heilan pistil, þar voru kræsingar á orð við egg og beikon, framandi ávexti, jógúrt, brauð, skinka, eggjahræra og nokkrir hlutir sem undirritaður þorði engan veginn að leggja sér til munns, þeir voru svo framandi! Bjarni þjálfari biðlaði þó til leikmanna að borða skynsamlega og var því undirritaður eini sem var með diskinn drekkhlaðinn af kalóríum.
Eftir morgunmat fóru menn ýmist uppá herbergi og fengu sér smá kríu fyrir æfingu klukkan 10 á meðan aðrir fóru á æfingasvæðið og hittu þar Helga sjúkraþjálfara eða rifu bara sjálfir í lóðinn. Ræktaraðstaðan er alveg við æfingavöllinn og er alveg frábær enda glæný og þar er allt til alls hvort sem kemur að brennslu eða lyftingum.
Fyrri æfing dagsins fór fram í 20 stiga hita og smá golu sem hélt manni á lífi. Á æfingunni var skipt í nokkrar stöðvar þar sem áhersla var lögð á sendingar á öllum stöðvum en æfingarnar mismunandi. Á miðri æfingunni kom svo lítill senior út á völlinn og tjáði okkur það að stranglega bannað væri að vera berir að ofan á æfingasvæðinu, en einn leikmanna hafði rifið sig úr að ofan og kemur þar bara einn til greina en það var Fannar Hafsteinsson, og var honum skipað í bolinn aftur sem hann gerði en var ekki nógu sáttur að geta ekki sýnt sig.
Að æfingu lokinni var haldið í hádegismat þar sem á boðstólnum voru m.a. pasta, djúpsteiktur fiskur og eitthvað framandi kjöt sem enþá hefur ekki verið fundið út hvernig kjöt það var og eins og í öllum öðrum matmálstímum var boðið uppá ávexti, brauð og jógúrt.
Þá var komið að því sem margir höfðu beðið eftir, og kannski hlakkað mest til af öllu, SÓLBAÐ! Menn dreifðu sér um allt hótel, sumir fundu sér meira einhverja bakleið uppá þak hótelsins og lágu þar eins og skötur á meðan aðrir sátu á svölum herbergjanna og sleiktu þar sólinna þangað til seinni æfing dagsins hófst klukkan 15:00.
Seinni æfingin var með öðru móti en sú fyrri, hitað var upp í nokkrum leikjum með bolta og svo var farið yfir smá taktík og slík herleg heit í dágóða stund áður en spilað var. Að þessu sinni var skipt í lið, 12 vs 12, litlir á móti stórum. Leikurinn var gríðarlega jafn og eins og gefur að skilja voru stóru strákarnir meira að dæla háumboltum inní teig þar sem meðal hæð þeirra var 185 á meðan litlir slefuðu uppí 170. Litlum tókst þó að skapa sér nokkur færi eftir háar hornspyrnur en enþá á eftir að finna út hvernig það átti sér stað. Þrátt fyrir margar hörkutilraunir tókst hvorugu liðinu að setja boltann í netið og því markalaust jafntefli staðreynd.
Við tók skemmtileg ferð í innisundlaug æfingasvæðisins en þar var boðið uppá svona 15 útgáfur af nuddpottum og háþrýstinuddi, ísbað, gufubað og fleiri flott heit. Á meðan flestir lágu sultuslakir og létu vatnið berja sig vel vorum við allir með tölu sendir uppúr þar sem reglur staðrins kveða á um að allir í Spa-inu verða af bera fallegar sundhettur á hausnum á sér sem engin af okkur var með svo við þurftum að sturta okkur og koma okkur uppá hótel.
Við tók hrikalega góð slökun eftir erfiðan æfingardag með kvöldmat inná milli þar sem kræsingarnar héldu áfram að flæða á diskanna okkar, í þetta skiptið var það einhverskonar kjöt, pastaréttur og eitthvað ágætis kjöt í raspi ásamt kartöflum, gulrótum og fleiru. Svo auðvitað var boðið uppá ávexti, brauð og jógúrt.
Menn nýttu svo tíman eftir mat til að slaka á eða kíkja í bæinn í búð til að versla sér allskyns millimál. Sumir og þá aðallega yngstu meðlimir ferðarinnar nýttu tíman hins vegar til að snyrta á sér hárið en það má segja að rakvélin hafi verið við það að bræða úr sér þegar síðasti kollurinn var snoðaður!
Á morgun verður svo bara ein æfing svo frí eftir það sem menn ætla að nota til að kíkja í nokkrar búðir og versla kannski aðeins.
Yfir og út!