Dagur 3: Á sandölum og ermalausum bol

Sigurlið dagsins
Sigurlið dagsins

Plan dagsins hljómaði uppá eina æfingu fyrir hádegi og svo frjálsan tíma, æfingin var höfð eilítið seinna um morguninn og var því sofið nokkrum mínútum lengur eða til 8. Annað var hins vegar uppá tengingnum hjá undirritðum, Mark Duffield og Helga sjúkraþjálfara þar sem farið var á fætur klukkan 7:00 og hoppað í ræktina. Þar ber að hrósa ofangreindum Mark Duffield en sá maður er í einhverju besta likamlega formi sem ég hef séð og þess bera að geta að kauði er 51 árs gamall.

Eftir vindasaman dag í gær hafði lægt töluvert og sólin skein skært með fá ský á lofti, semsagt fallegur dagur og hitastigið í kringum 20 gráðurnar. Æfing dagsins var alvöru og menn tóku vel á því, æfingin endaði á maraþon skotkeppni milli yngsta hópsins, mið hópsins og elsta hópsins og svo kepptu markmennirnir einnig sín á milli. Það var mið hópurinn sem bar sigur í býtum eftir æsispennandi lokabaráttu. Í baráttunni milli markvarðanna var það unstirnið Fannar sem tók gömlu karlanna Eggert og Rajko.

Eftir hádegi fóru menn ýmist á ströndina til að sleikja geislanna, láta visa kortið svitna í verslunarmiðstöðinni eða eyða orkunni í að finna spilastokk á sundlaugarbakkanum. Rólegur og góður dagur að baki ekki margt til að hafa eftir á opinberri grundu en hér eru menn í gríðar góðum gír og stemmingin góð að vanda.

Á morgun er leikur hjá B-liðinu geng Stjörnunni meðal annars á dagskrá.

-Jóhann Már Kristinsson