“Þetta gengur bara eins og í sögu en sem komið er, ekkert bakslag og er því aðeins á undan áætlun en ég held mig samt við fyrra plan pg ætla að vera 100% klár í byrjun júlí” Sagði Gunnar aðspurður útí hvernig endurhæfingin gengi.
“Er byrjaður á skíðavélinni, hjóla, gera allskyns æfingar og stefni á að byrja að skokka eftir svona hálfan mánuð”
Gunnar hefur staðið á hliðarlínunni á æfingum og fylgst vel með og skoðað aðstæður vel og er hæst ánægður með svæðið og allan þann aðbúnað sem við fáum hér.
“Þetta er bara eins og best verður á kosið, aðstaðan er frábær, vellirnir renni sléttir, ræktin mjög flott og ekki skemmir fyrir að ræktin er á æfingasvæðinu þannig það geta allir verið á saman stað”
Þetta er í fyrsta skipti í 5 ár sem KA fer í æfingaferð erlendis, eins og flest önnur lið á Íslandi var tekin smá pása frá þessum ferðum eftir hrunið enda erfitt að fara á þeim tíma en nú er kominn fótur fyrir þessu aftur og er Gunnar hæstánægður með það.
“Ég held að þetta sé nauðsynlegt fyrir lið að fara í svona æfingaferðir, bæði að komast á gras og síðan bara félagslegt. Mynda góða stemmingu, erum náttúrulega saman hérna í viku og það gerast hlutir sem fara ekkert út fyrir hópinn. Engin leiðindi komið upp hingað til og allir mjög sáttir, býst reyndar við leiðindum seinni partinn eftir ungir gamlir en held að það leysist samt fljótt”
Að lokum fór Gunnar aðeins yfir hópinn, en hann er mjög ánægður með standið á mönnum og hópinn í heild sinni og telur hann sterkari en í fyrra.
“Já þetta er betra lið en í fyrra, erum náttúrulega búnir að fá mannskap þannig held að við séum í betri málum en í fyrra. Ungu strákarnir árinu eldri þá verða menn auðvitað betri þannig að ég held að þetta líti vel út. En það er samt bara að detta í apríl þannig það er nægur tími.” Sagði Gunnar að lokum
Dagbók dagsins kemur svo inn uppúr 22 að íslenskum tíma í kvöld!