Engin færsla kom í gær en það má rekja til þess að internetið á hótelinu er alveg átakanlega slakkt, alltaf að detta út og erfitt að treysta á það.
En dagurinn í dag var mjög góður, fínasta veður til að spila fótbolta fyrri partinn, létt skýjað, smá gola og hitinn rétt undir 20 gráðum. Á matseðlinum í dag var einungis ein æfing fyrir hádegi og svo frjáls tími eftir hádegi.
Æfing dagins var flott, vel tekið á því. Farið í sendingar, skot, varnarfærslu og fleiri hluti sem þarf að stimpla inní hausinn á strákunum. Þeir sem spiluðu í gær gegn Stjörnunni tóku reyndar létta æfingu og voru bara í skallatennis á þar til gerðum völlum á sviðinu.
Í hádeginu fengum við svo heimsókn frá fulltrúa borgastjóra sem þakkaði okkur kærelga fyrir komunna og færði félaginu fallegan platta sem þakklætisvott fyrir heimsóknina, á móti var honum veitt bók um Akureyri og að sjálfsögðu KA veifa.
Eins og fyrr segir var frjáls tími eftir hádegi og hélt meiri hluti hópsins í lang ferð til Murcia eftir að þjálfarateymið hafði góðfúslega bent á að þar væri að finna risa stóra verslunarmiðstöð. Þeir leikmenn sem eftir voru sleiktu sólinna á sundlaugarbakkanum.
Ferðalagið til Murcia átti að taka u.þ.b 40 mín en við héldum af stað vitandi lítið sem ekkert hvert ætti að keyra og það kom glögglega í ljós að það voru ákveðin mistök, ferðin á staðinn gekk þó ágætlega, viltumst aðeins má og komust á skikkalegum tíma annað verður þó sagt um heimferðina en hún tók í kringum 2 klukkutíma. Fljótlega tók að dimma og þá fór leiðinn alveg gjörsamlega útúr hausnum á mönnum og það voru ansi margar ubeygjur teknar og nokkur hringtorg tekin í fleiri en einn hring. Að sjáfsögðu komum við eilítið of seint í matartímann og var sektarsjóður ferðarinna styrktur ríkuelga með þessarri för.
Í nótt breytist klukkan hjá okkur og verðum við því tveim tímum á undan Íslandi, á dagskrá verður ein æfing fyrir hádegi og svo leikur gegn Fylki á Camp Amour æfingasvæðinu sem er 30 mínútna akstur frá okkur.
Menn henntu sér eilíitð fyrr í koju í kvöld til að vinna á móti klukkubreytingunni í nótt.
-Jóhann Már Kristinsson