Dagur 5 - Bjarni Jó: KA á heima í úrvalsdeild

Bjarni er maðurinn í brúnni!
Bjarni er maðurinn í brúnni!
Bjarni Jóhannsson þjálfari liðsins er að vonum alsæll með Spánarferðinna hingað til og segir þetta nauðsynlegan part af prógraminu. Hann tilti sér niður og ræddi ferðina og markmið sumarsins.

 

“Þetta eru bara frábærar aðstæður, vellirnir alveg rennisléttir og bara eins gott og það getur verið. Þetta hefur gengið bara mjög vel þrátt fyrir smá svona meiðslahnjask sem er náttúrulega alltaf í þessum ferðum en frábært veður og allur aðbúnaður til fyrirmyndar” Sagði Bjarni aðspurður útí aðstöðuna sem boðið er uppá hér á spáni

Eins og gengur þegar álagið er mikið hefur meiðslalisti leikmanna stækkað með hverri æfingunni og eru 6 leikmenn á listanum í þessum töluðu orðum en þar utan er standið gott á mönnum

“Standið er bara gott á mönnum og eins og ég segi þá er alltaf smá hnjask og það kemur alltaf í ljós svona smá agnúar á þessu í svona ferðum og það verður bara að vinna útúr því”

Eins og komið hefur fram er þetta í fyrsta sinn í 5 ár sem KA fer í svona æfingarferð og Bjarni vill hafa þetta sem fastan lið í prógraminu og telur þetta gríðarlega mikilvægt fyrir liðið bæði innan valla sem utan

“Þetta er nauðsynlegt, svo þetta langa undirbúningstímabil á íslandi er oft þreytandi og þetta lyftir þessu upp og í þessu tilfelli borga leikmenn þetta sjálfir. Þetta er alveg nauðsynlegt og ég hef alltaf lagt áherslu á það þar sem ég hef verið að þjálfa að fara í svona ferðir, líka í ljósi þess þegar aðgengi aðstöðu er þannig að maður er nokkuð pottþéttur með veður, frábæra velli, allan mat og umgjörðina í kringum þetta þá á þetta bara að vera partur af prógramminu”

Tíminn er vel nýttur hér á Spáni og æft 2 á dag suma daganna í miklu hita og Bjarni er ánægður með leikmennina og lýst ágætlega á liðið

“Mér lýst ágætlega á þetta og við erum svona að fikra okkur áfram í þessu og búa til vonandi kröftugt lið sem verður bara klárt í byrjun maí”

Nokkur íslensk félög hafa farið flatt á því að koma með yfirlýsingar fyrir tímabil og vill Bjarni ekkert koma með neina yfirlýsingar og heldur sér á jörðinni en segir þó að KA eigi heima í efstu deild

“Ég hef nú sagt það að markmið í íslensku hagkerfi og viðskiptakerfi hafa hrunið hér hvað eftir annað þannig maður veit ekki hvort maður þori að setja fram einhver markmið en auðvitað er þetta bara þannig að KA er þannig klúbbur að við eigum bara að drífa okkur upp og það sem allra fyrst og vonandi gerst það hratt.” Sagði Bjarni að lokum