Þessi gull fallegi laugardagur tók okkur með opnum örmum! Heitasti dagurinn til þessa þar sem mælirinn sló í 30 gráður á ströndinni. Hann byrjaði á morgunmat eins og vanalega og ætla ég ekki að fara frekar í matseðil morgunsins þar sem hann er nákveæmlega sá sami og aðra daga.
Í dag var ákveðið að hafa bara eina æfingu fyrri partinn og svo frí seinni partinn. Á æfingunni var hitað vel upp að vanda þar sem Túfa var eins og herforingi (sem fyrr) við að hita menn upp í steikjandi hita. Eftir þessa góðu upphitun var skipt í tvennt, varnarmenn voru eftir hjá Túfa og fóru yfir allskyns færslur, sendingar og taktík sem Bjarni og Túfa vilja að leikmenn spili í leikjum sumarsins. Bjarni tók miðju- og sóknarmenn liðsins og fór í nokkuð flókna æfingu sem var á sama tíma skotæfing, sendingaræfing, fyrirgjafaæfing og skallaæfing en menn voru vel stimplaður inn svo þeir voru ekki lengi að komast á lagið.
Við tók hádegismatur að lokinni æfingu og var boðið uppá það sama og alltaf en ákveðið var á nefndarfundi í eldhúsinu að prófa nýja tegund af pasta sem svínvirkaði.
Eftir 2 daga í röð í verslunarmiðstöðinni var nánast einróma ákvörðun manna að henda sér á ströndinna og reyna að ná sér í smá lit, því spurst hafði út að glæný sending af snjó hafi borist til Akureyrar í nótt! 5 leikmenn liðsins henntu sér þó í verslunarmiðstöðina og reyndu að eyða síðustu aurunum í ný föt til að líta ágætlega út eftir páska.
Undirritaður og nokkrir félagar henntu sér þó á ströndina sem var agalaega ljúft þegar ekki sást ský á himni og hitinn um 30 gráður á celsius. Á ströndinni lágum við í rúma 2 klukkutíma að steikjast eins og egg en tókum okkur þó reglulegar pásur og skeltum okkur í ískaldan sjóin sem var nokkuð hressandi þegar hitinn var þetta mikill.
Eftir þessa góðu 2 tíma var ákvörðun tekin að rölta á verslunarmiðstöð sem átti að vera nálægt en töluvert minni en þessi sem hefur verið talað um í fyrri pistlum. Við tók einhver lengsta ganga sem ég hef tekið og allt gert fyrir einn skitinn Mcdonalds borgara sem einhvejir voru æstir í að fá sér. Eftir u.þ.b 40 mínútna labb stoppuðum við hjá apóteki og sögðum hingað og ekki lengra og létum hringja á leigubíl fyrir okkur, leigarinn kom eftir langa bið og skellti okkur í verslunarmiðstöðinna sem var enþá nokkurn spöl frá þessu ágæta apóteki.
Í verslunarmiðstöðinni fengu menn sér aðeins í gogginn og talsvert af vökva enda vökvatap mikið í þessum GRÍÐARLEGA hita sem hér var í dag.
Útivistartíminn var til 19:00 en þá var kvöldmatur sem allir áttu að mæta í. Reyndar eru allir komnir með ógeð af matnum hérna sem er alltaf eins og illa eldaður þannig það var afgerandi á diskum leikmanna, melónur, appelsínur og jógúrt. Örfáir hættu sér í heita matinn en kjötið sem boðið var uppá var eins og tyggjó það var svo mikið eldað og greinilegt að kokkarnir í eldhúsina geri allt til þess að kjötið sé ekki hrátt.
Eftir mat héldu menn ýmist í Spa-ið til að slaka á, inní herbergi eða að hrofa á Real Madrid leik í sjónvarpinu á hótelinu áður en haldið var til koju.
Þær fréttir bárust svo nú rétt í þessu að það eigi að ræna af okkur einum tíma í svefn í nótt þar sem klukkan færist um klukkutíma á miðnætti og verðum við því tveim tímum á undan íslenskum tíma.
Tveir fullir æfingadagar eftir og þar inní er æfingaleikur. Þannig það verður fullt steam síðustu tvo daganna og síðstu bensín dropunum eytt af tankinum!
Yfir og út!