Flestar klukkur hringdu 6:30 þar sem símarnir breyttust sjálfkrafa en menn voru samt ekki viss hvort það þýddi að maturinn væri fyrr eða hvernig þessu væri háttað þannig facebook skilaboð fóru á milli manna og enginn vissi neitt fyrr ne kíkt var í mötuneytið klukkan 7, þar var ekki sálu að sjá þannig það var farið í koju að nýju og vaknað á réttum tíma klukkan 8.
Það sem blasti við klukkan 8 var ekki mikið betra fyrir sólarfíklana í liðinu því úti var allskýjað og rigining! Sem var alveg fram að æfingu klukkan 10 og var allt orðið sæmilega blautt og í raun voru aðstæður til að spila fótbolta fullkomnar; blautur völlur, enginn vindur, góður hiti og alskýjað þannig menn kvörtuðu ekkert þrátt fyrir að fá enga sól.
Fyrri æfingin var skemmtileg, eftir meistaraupphitun frá Túfa var skipt í nokkra 3 manna hópa og spilaður leikur þar sem fyrirgjafir og skot skiptu miklu máli því keppt var í hverjir yrðu fyrstir uppí 6 mörk. Svo var tekinn stuttur leikur 11 vs 11 en þar meiddis en einn leikmaðurinn og það hvað alvarlegast til þessa í ferðinni en Brian Gilmour tognaðu aftan í læri í spilinu og er ljóst að hann verður frá í að minnsta kosti 1-2 vikur.
Þar sem það var páskadagur og myndir af páskaeggjum voru að taka yfir facebook höfðu sumir leikmenn verið sniðugir og tekið með sér íslensk egg í ferðatöskunni og gæddu menn sér á þeim fyrir hádegismatinn, að sjálfsögðu gáfu menn með sér og engin öfundsýki eða leiðindi spruttu upp. Hádegsimaturinn var bara same old same old nema boðið var uppá ljónhart lambakjöt í brúnni sósu sem alveg nokkuð gott og reyndar lostæti miðað við kjötið sem við höfum fengið hingað til.
Þá byrjaði að rigna á nýjan leik og í þetta sinn heldur meira en fyrr um morguninn þannig menn sátu hver á sínu rúmi, ýmist sofandi eða á facebook. Reyndar er eitt herbergi orðið þekkta sem FIFA herbergið þar sem þar eru nokkri einstaklingar sem halda til milli æfinga og spila FIFA á nokkuð háværan máta.
Seinni æfing dagins var frekar einföld; reitarbolti og spil. Menn skemmtu sér vel að vanda í reitarbolta og nokkrar sektir kikkuðu inn í gegnum klobba og þess háttar herleg heit. Eftir spilið fór Bjarni síðan yfir nokkrar hornataktíkur sem hann vill að menn noti en mun að sjálfsögðu ekki uppljóstra því hernaðarleyndarmáli. Æfingunni lauk svo með því að menn fengu að spreyta sig í aukaspyrnum og rétt eftir að Bjarni grínaðist “Ef menn verða sér til skammar í einhverju skoti setjast þeir bara niður” átti Ævar ingi Skot sem fór lengst yfir á næsta æfingasvæði og þess má geta að svona 20 metra hátt net skilur æfingasvæðin að. Ævar settist því bara niður og lét ekki mikið á sér kræla það sem eftir lifði æfingar.
Talsverð þreyta var svo kominn í mannskapinn að æfingu lokinni og fóru flestir og fengu sér góða kríu fyrir kvöldmat. Ég reyndar sat sveittur að renna í gegnum þær 770 myndir sem teknar voru yfir daginn!
Maturin var eins og vanalega og nenni ég ekki að fara útí þá sálma. Allir leikmenn mættu ferskir eftir góða kríu en þjálfarnir og Gassi létu sig vanta en þeim hafði verið boðið á leik í Murcia í Spænsku deildinni og skelltu sér því auðvitað þangað.
Særsta stund dagsins rann svo upp á slaginu klukkan 8 í herbergi 230 þar sem ellismellir liðsins halda til, Sandor, Atli og Gunnar Valur en það var komið að því að innheimta skuldir í sektarsjóð ferðarinnar en sumir leikmenn höfðu sankað að sér góðri skuld. Menn fengu á sig sektir fyrir alls kyns athæfi í ferðinni m.a annars fyrir að mæta seint á æfingar, vera ekki í þar til gerðum fatnaði merktum KA í mat og á æfingum, gleyma brúsum eða flíkum á æfingasvæði og þess háttar sektir.
Á morgun verður svo spilaður æfingaleikur við lið hér af svæðinu en meira um það á morgun.
Yfir og út!