Stubbs í baráttunni.
Búið er að ganga frá samningum við enska miðvallarleikmanninn Dan Stubbs sem hefur verið hjá félaginu í vikunni ásamt því
að taka þátt í leik liðsins gegn Fylki sl. laugardag.
Hann kom til Akureyrar með liðinu eftir leikinn og hefur tekið þátt í æfingum liðsins núna og staðið sig vel.
Verið er að vinna í því að fá leikheimild í tæka tíð svo kappinn verði löglegur í fyrsta leik gegn Þrótti
nk. sunnudag.
Dan er 21 árs gamall og hefur leikið á Englandi alla sína tíð. Á síðasta tímabili sem lauk í lok apríl lék hann
með Margate Football Club þar sem hann var valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum. Dan kom áður upp í gegnum unglingastarfið hjá
Ebbsfleet United.