Davíð Rúnar Bjarnason hefur skrifað undir nýjan samning við KA, er hann nú samningsbundinn félaginu út 2017.
Eru þetta miklar gleðifréttir fyrir félagið, en eins og flestir vita færði Davíð sig um set í sumar á vellinum og ríkti sem kóngur í ríki sínum ásamt Callum í hjarta varnar okkar.
Davíð, sem er leikjahæsti leikmaður KA með 120 leiki, var aðeins einu atkvæði frá Callum í kosningu á besta leikmanni tímabilsins, sýnir það hversu vel þeir félagar náðu saman.
Eftir meiđsli þeirra Gauta Gauta og Atla Sveins á tímabilinu þá stigu þeir Callum og Davíð Rúnar upp og stóđu sig frábærlega.
Heimasíðan vill enda á að óska Davíð til hamingju með nýjan samning og hlökkum viđ til að sjá meira af honum á næsta tímabili!