Davíð Rúnar fyrirliði 2. flokks: Mikil tilhlökkun

Davíð Rúnar fagnar marki á KA-vellinum.Tímabilið hefst á morgun hjá strákunum í 2. flokki með hörkul…
Davíð Rúnar fagnar marki á KA-vellinum.Tímabilið hefst á morgun hjá strákunum í 2. flokki með hörkuleik gegn KR-ingum í Boganum.
Tímabilið hjá 2. flokki hefst á morgun með stórleik gegn Íslandsmeisturum KR en leikurinn fer fram í Boganum þar sem KA-svæðið er ekki klárt og hefst kl. 17:00. Davíð Rúnar fyrirliði liðsins segir mikla tilhlökkun vera komna í mannskapinn.

,,Já, það er mikil tilhlökkun í hópnum , búnir að vera æfa núna á fullu í 7-8 mánuði og menn geta ekki beðið eftir fyrsta leik," sagði Davíð en á síðasta tímabili lenti 2. flokkurinn í 7. sæti A-deildar en það er efsta deild hjá öðrum flokki.

,,Stefnan er að gera betur en í fyrra. Erfitt er að segja fyrir um hvernig hin liðin eru, það eru miklar breytingar á milli ára, menn að ganga upp úr flokknum og nýr árgangur að koma inn. Við munum bara taka einn leik fyrir í einu og fara í hvern leik til að vinna."

Síðasta sumar rúlluðu KR-ingar A-deildinni upp með 44 stig á meðan liðið í öðru sæti endaði með tólf stigum minna og töpuðu Vesturbæjarpiltar einungis tveimur leikjum í deildinni og því má gera ráð fyrir hörkuleik á morgun.

,,KR-ingar verða erfiðir eins og öll önnur lið í þessari deild. Þeir eru núverandi Íslandsmeistarar í 2. flokki og hljóta að stefna á að verja dolluna. En við ætlum okkur sigur og ekkert annað. Það skiptir miklu að byrja mótið vel og eins þurfum við að vinna þessa heimaleiki."

Margir af strákunum í liðinu hafa verið að æfa með meistaraflokk og sumir þeirra hafa jafnvel komið við sögu hjá meistaraflokk í vetur og einhverjir þeirra hafa líka verið á bekknum í fyrstu leikjum tímabilsins hjá Dínó og félögum. ,,Það verður að koma í ljós hvort ég fæ tækifæri með þeim, ég verð fyrst að standa mig vel með 2. flokk til að fá sénsinn hjá meistaraflokk."

,,Hann er alltaf meiddur greyið, hefur lítið æft með okkur eftir áramót vegna meiðsla. Það fer vonandi að styttast í að hann verði heill því hann mun styrkja liðið mikið,"sagði Davíð um nýjasta leikmann liðsins en eins og við greindum frá um helgina gekk Stefán Hafsteinsson til liðs við KA fyrir stuttu frá Hvöt.

Í haust var Slobodan Milisic eða Míló ráðinn þjálfari annars flokks en hann er gríðarlega reynslumikill sem leikmaður og þjálfari og kom BÍ/Bolungarvík upp um deild ásamt því að hafa þjálfað meistaraflokk KA og svo yngri flokka hjá KA. Margir af strákunum í 2. flokks liðinu stigu sín fyrstu skref í fótbolta undir handleiðslu Míló í yngstu flokkunum. ,,Míló er að gera góða hluti, hann hefur þjálfað flesta okkar áður þegar við vorum yngri og þekkir okkur vel. Æfingaleikirnir í vetur hafa flestir gengið vel, það hefur verið góður stígandi í leikjunum og liðið að ná betur saman."

,,Ég verð síðan að fá að hrósa Gumma fyrir vel unnin störf á síðunni og svo auðvitað hvetja alla til að mæta í Bogann á morgun kl. 17:00," sagði Davíð að lokum og við tökum undir hvatninguna til fólks um að mæta á leikinn, Míló er að búa til hörkulið og verður gaman að fylgjast með framgöngu strákanna í sumar.