Ungverski framherjinn David Disztl verður áfram í herbúðum KA-liðsins en hann kom hingað í síðustu viku á reynslu.
Hann er kominn með leikheimild og því löglegur í nágrannaslagnum gegn Þór á morgun.

Disztl lék æfingaleik með 2. flokk gegn Magna um sl. helgi og skoraði hann þar eitt mark.
Hann er 24 ára gamall og á að baki fjöldan allan af leikjum fyrir yngri landslið Ungverjalands. Síðast lék hann með liðinu FC
Fehérvár sem er í efstu deild í heimalandi Disztl.
Einnig hefur hann leikið með MTK, Szolnok, Budapest Honvéd og Siófók.
Sjá einnig:
Ungverskur framherji á reynslu - David Disztl